Glóandi skúlptúr við Norræna húsið

Danski leirlistamaðurinn Jørgen Hansen er að reisa allt að þriggja metra háan glóandi leirskúlptúr nálægt Norræna húsinu í Reykjavík. Verður skúlptúrinn afhjúpaður á menningarnótt en almenningur getur fylgst með mótun skúlptúrsins og brennslu hans innanfrá næsta hálfa mánuðinn.

Fram kemur í tilkynningu að skúlptúrinn sé byggður með raufum og opnum leiðum þannig að áhorfendur geti séð eldinn, sem brenni hið innra. Hátindur uppfærslunnar sé síðasti hluti brennslunnar innanfrá þegar glóandi leirinn verði sýnilegur áhorfendum en það gerist á menningarnótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert