Reykjavík verður myrkvuð

Reykjavík verður myrkvuð þann 28. september
Reykjavík verður myrkvuð þann 28. september

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að samþykkja beiðni forsvarsmanna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík um að myrkva borgina í hálftíma 28. september nk., setningardag hátíðarinnar. M.a. verður slökkt á öllum ljósastaurum.

Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði við Morgunblaðið að nú gætu borgarbúar séð stærsta kvikmyndatjald í heimi: "...þ.e.a.s. himininn sjálfan, og það er vel við hæfi að gera þetta á opnunarkvöldi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík."

Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sagði að þetta mundi vekja athygli á borginni: "Við veltum því oft fyrir okkur hvernig sé hægt að vekja athygli á Reykjavík og þetta er ein leið til þess." Spurður hvort þetta ógni ekki öryggi sagði Björn Ingi að fyllsta öryggis yrði gætt: "Það er á hreinu að það er áhætta að slökkva á ljósum borgarinnar þó að það sé í stuttan tíma. Þess vegna samþykktum við þetta í dag með þeim fyrirvara að það verði mikil og almenn kynning meðal borgarbúa á að þetta standi til."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert