Afnotagjald Ríkisútvarpsins hækkar um 8%

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, lagði fram tillögu um hækkun afnotagjalda …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, lagði fram tillögu um hækkun afnotagjalda RÚV á ríkisstjórnarfundi í morgun Árni Torfason

Afnotagjald Ríkisútvarpsins mun hækka um 8% frá og með 1. október næstkomandi, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar í morgun. Þetta er töluvert minni hækkun en Ríkisútvarpið hafði óskað eftir en ríkisstjórninni þótti ekki rétt að hækka þau meira nú þegar áhersla er lögð á að slá á þenslu.

Á fréttavef RÚV kemur fram að hækkunin nemur 216 krónum á mánuði og verða gjöldin eftir hækkunina ríflega 2.900 krónur á mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí 2004 sem afnotagjöld Ríkisútvarpsins hækka.

mbl.is