Heiðrún Lind gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem fram skal fara eigi síðar en 1. október 2006.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Heiðrún Lind hefur starfað í Heimdalli og Sjálfstæðisflokknum um árabil; var ritari stjórnar Heimdallar 2003-2004, sat í varastjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna 2003-2005 og var framkvæmdastjóri Landssambands sjálfstæðiskvenna 2005-2006. Þá hefur hún setið í stjórn Heimssýnar, félags sjálfstæðissinna í Evrópumálum síðan 2004, var í forsvari fyrir Lögréttu, félag laganema við Háskólann í Reykjavík 2002-2003 og hefur verið fastur penni á vefritinu Tíkinni síðan 2003. Hún er mastersnemi á lokaári í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík og er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Vefur framboðs Heiðrúnar

mbl.is

Bloggað um fréttina