Krefst gagna um símahleranir

Beðið um gögn um símahleranir
Beðið um gögn um símahleranir Mbl.is/Arnaldur
Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri og alþingismaður, spyr Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag hvort hún geti tryggt honum aðgang að gögnum um símahleranir stjórnvalda á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eigi hann rétt á aðgangi að gögnunum og fái hann ekki jákvæð svör á næstu dögum í þessum efnum verði hann að leita réttar síns hjá dómstólum.

Kjartan rifjar upp að í vor hafi Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur lagt fram óyggjandi gögn um hleranir stjórnvalda hjá stjórnarandstæðingum á þessum tíma og þar á meðal séu verulegar líkur á að heimasími hans hafi verið hleraður. Heimildir til hlerana hafi verið fengnar með tilvísan til öryggis landsins sem jafngildi því að þeir sem hlerað hafi verið hjá hafi verið sakaðir um landráð.

"Nú skyldi maður halda að hver sá sem fyrir slíku verður af hálfu dómsmálaráðuneytisins í heimalandi sínu, án þess þó að hafa nokkru sinni verið ákærður eða dæmdur, eigi 40 árum síðar rétt á að sjá öll gögn sem málið varða og enn eru varðveitt. Mörg okkar sem hlerað var hjá á fyrrnefndum árum eru nú látin en við sem eftir lifum viljum fá öll gögnin til skoðunar. Við viljum sjá hvernig dómsmálaráðuneytið rökstuddi hinar þungu ásakanir sínar í okkar garð, hvernig sakadómur rökstuddi leyfisveitinguna og ekki síst með hvaða hætti upptökum af einkasímtölum okkar var ráðstafað."

Kjartan segir að gögnin séu geymd á Þjóðskjalasafni og honum hafi í tvígang í sumar verið neitað um aðgang að þeim, bæði um frjálsan aðgang og einnig um aðgang að þeim með sömu skilmálum og sagnfræðingurinn, þótt hann hafi reyndar einnig háskólapróf í sagnfræði. Þess vegna spyrji hann ráðherra tveggja spurninga sem æðsta yfirmann safnsins

"1. Telur ráðherrann að það geti samrýmst jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að mér, sem hef lögvarinna hagsmuna að gæta og hef reyndar háskólapróf í sagnfræði, sé neitað um sams konar aðgang að umræddum gögnum og annar sagnfræðingur hefur fengið?

2. Telur ráðherrann sig hafa möguleika á að tryggja mér nú á næstu dögum þann rétt sem jafnræðisregla stjórnarskrárinnar veitir mér til aðgangs að umræddum gögnum um símahleranir á árunum 1949-1968?"

Sjá nánar á bls. 38 í Morgunblaðinu í dag.

Innlent »

Hluti af minjasafni Vals í hættu

09:40 „Við Valsmenn höfum mestar áhyggjur af því að þarna séu munir sem hafi skemmst, því miður,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

08:30 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Meira »

Sprengja úr Dýrafjarðarstafni

08:18 Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröfturinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Meira »

Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir

07:57 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlar að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Sala til bílaleiga er meðtalin en hlutur hennar í heildarsölunni hefur farið minnkandi. Meira »

Fyrir þá sem vilja vakna brosandi

07:37 K100 er fyrsta útvarpsstöðin sem hefur dagskrá klukkan sex að morgni og munu Jón Axel Ólafsson, Ágeir Páll Ásgeirsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir stýra þættinum Ísland vaknar. Segja þau í samtali við blaðamann að þátturinn sé fyrir þá sem vilja vakna brosandi. Meira »

Einmana og félagslega einangruð

06:59 „Við sjáum félagslega einangrun og einmanaleika í stórauknu mæli í samfélaginu öllu – frá barnæsku til efri ára. Við sjáum dæmi þess að félagslegt misrétti og félagsleg einangrun erfist milli kynslóða,“ segir Árni Páll Árnason í nýrri skýrslu um norræna velferðarkerfið. Meira »

„Sunnudagur lítur betur út“

06:38 Alldjúp lægð er nú langt suðvestur af landinu en skilin frá henni ganga yfir í dag. Næsta lægð er væntanleg aðfaranótt laugardags og útlit fyrir storm og mikla rigningu. En huggun harmi gegn þá lítur sunnudagur betur út. Meira »

Sérstök þjónusta fyrir konur

06:32 Velferðarráðuneytið hefur falið Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að útfæra tilraunaverkefni um móttöku innan heilsugæslunnar þar sem konur gætu sótt ráðgjöf og ýmsa þjónustu vegna sértækra heilsufarsvandamála sem eru bundin við konur. Meira »

Heimilisofbeldi og eftirför

05:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt en ofbeldismaðurinn hafði yfirgefið heimilið áður en lögreglan kom þangað. Meira »

Miklar brotalamir í samráðskerfum

05:30 Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira »

Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn

05:30 „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöfundur og fæ hugmyndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira »

Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard

05:30 „Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Meira »

Þarf að huga að auðlindagjaldi

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila. Meira »

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

05:30 Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Meira »
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...