Brunar, bensín og erótík hjá lögreglunni í Reykjavík

Fólk brunar oft á brott án þess að greiða fyrir …
Fólk brunar oft á brott án þess að greiða fyrir bensínið.

Tveir bensínþjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar í Reykjavík í gær, þjófarnir keyrðu á brott án þess að greiða fyrir eldsneyti sem þeir höfðu dælt á bíla sína á bensínstöðvum. Þá var ungur maður gripinn glóðvolgur í verslun sem sérhæfir sig í hjálpartækjum ástarlífsins þegar hann reyndi að stela erótískri kvikmynd.

Í gærmorgun kviknaði í malbikunarvél í útjaðri Reykjavíkur. Þar var töluverður eldur en ekki urðu slys á fólki. Vélin er hinsvegar talin ónýt. Sömu sögu er að segja af steypudælu sem var notuð við framkvæmdir í rafstöð. Við vinnu þar í gær kviknaði eldur og framkvæmdaaðilar verða líklega að fá sér aðra steypudælu.

mbl.is