Fljótlegra að hjóla en keyra úr Vogahverfi í Háskóla Íslands á annatíma

Þessi ungi herramaður valdi fljótlegasta ferðamátann
Þessi ungi herramaður valdi fljótlegasta ferðamátann mbl.is/Skapti

Fljótlegast er að fara á reiðhjóli á milli Vogahverfis í Reykjavík til náms eða vinnu í Háskóla Íslands við Suðurgötu samkvæmt könnun sem gerð var á vegum Samgönguviku 2006 á ferðahraða þriggja einstaklinga í Reykjavík – á hjóli, í bíl og í strætó. Rannsóknin var gerð til að kanna hentugleika þessara samgöngumöguleika í borginni á háannatíma á Miklubrautinni.

Lagt var af stað klukkan átta árdegis fimmtudaginn 21. september frá búsetumiðju Reykjavíkur sem mælist við Menntaskólann við Sund. Ferðinni var heitið að Aðalbyggingu Háskóla Íslands og er leiðin því rúmir 5 km. Allir völdu þeir Miklubrautina. Ferðin tók skemmstan tíma fyrir hjólreiðamaðurinn, Morten Lange formann Landssambands hjólreiðamanna eða 16 mínútur. Næstur birtist Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda á fólksbíl og reyndist vera 20 mínútur á leiðinni. Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó bs. tók strætisvagn og var 22 mínútur.

mbl.is