Halldór Halldórsson kjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.

Tuttugasta landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk nú fyrir stuttu dag með formannskosningu, en Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, hefur verið kosinn nýr formaður SÍS. Hann vann nauman sigur á Smára Geirssyni en atkvæðin dreifðust þannig að Halldór hlaut 68 atkvæði og Smári 64. Eitt atkvæði var ógilt. Halldór mun taka við að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, sem hefur gegnt starfinu í 16 ár. Þetta var í fyrsta sinn sem kosið er til formanns SÍS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert