Katrín Jakobsdóttir sækist eftir því að leiða lista VG

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir.

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi sem haldið verður 2. desember n.k. Katrín stefnir á að leiða lista VG í einhverju þessara kjördæma.

Katrín hefur verið varaformaður VG frá því í nóvember 2003 en áður var hún formaður Ungra vinstri-grænna. Hún var varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá 2002 til 2006 og sat þá m.a. í menntaráði og umhverfisráði. Hún er íslenskufræðingur og hefur unnið við kennslu, fjölmiðlun og bókaútgáfu frá því að hún lauk meistaraprófi 2004.

Katrín hyggst leggja áherslu á umhverfismál og jafnréttismál og að berjast gegn aukinni misskiptingu í samfélaginu og öflugra vísinda- og menntasamfélagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina