Bókun fulltrúa Vinstri grænna vegna sölu á Fríkirkjuvegi 11

Bókun fulltrúa Vinstri grænna vegna sölu á Fríkirkjuvegi 11.

„Húseignin að Fríkirkjuvegi er ein hin fegursta í borginni. Hún er staðsett í Hallargarðinum, í miðju útivistarsvæði borgarbúa við Tjörnina. Það er afar mikilvægt að sú starfsemi sem fer fram í húsinu þjóni almenningi og falli vel að nábýlinu við grænt og opið svæði borgarbúa en húsið sé ekki falboðið auðmannastéttinni í landinu. Vel kemur til álita að flytja starfsemi Íþrótta- og tómstundaráðs í húsnæði sem hentar betur starfsemi þess, en Fríkirkjuvegur á að vera áfram í eigu borgarinnar, sem á að sjá sóma sinn í því að þar fari fram starfsemi í almannaþágu."

mbl.is