Stúdentar meðmæltu á Austurvelli

Stúdentaráð Háskóla Íslands stóð í dag fyrir meðmælum undir yfirskriftinni „Vér meðmælum öll“. Stúdentar, sem og aðrir sem láta sig menntamál þjóðarinnar varða, voru hvattir til þess að fjölmenna við Aðalbyggingu Háskóla Íslands klukkan þrjú í dag, í þeim tilgangi að mæla með menntun og koma menntamálum í umræðuna fyrir næstu Alþingiskosningar.

Frá Háskólanum var gengið fram hjá Tjörninni og niður á Austurvöll með trommuslætti, söng og meðmælaskilti á lofti, og þar hófst stutt fundardagskrá.

Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs HÍ, ávarpaði fundinn auk Jóns Torfa Jónassonar, prófessors við HÍ og Kristínu Tómasdóttur, stúdentaráðsliða. Stúdentar tóku lagið og sungu m.a. „Það er leikur að læra“ og „Áfram, áfram, áfram Háskólinn“. Að loknum ávörpum reistu stúdentar menntavörðu á Austurvelli, en henni er ætlað að vísa þingmönnum veginn í átt að þekkingarþjóðfélaginu sem Íslendingar vilja byggja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert