Lögreglan lagði hald á 600 lítra af áfengi sem selja átti ungmennum

Lögreglan í Hafnarfirði gerði í gærkvöldi húsleit í iðnaðarhúsi í bænum, og naut við það aðstoðar lögreglunnar í Kópavogi og Tollgæslunnar. Hald var lagt á um 500 lítra af áfengi í framleiðslu og um eitt hundrað lítra af fullframleiddu áfengi. Einn var handtekinn á staðnum og færður í fangageymslu. Einnig var hald lagt tól og tæki til framleiðslu.

Í dag var sá sem handtekinn var yfirheyrður ásamt öðrum, er gaf sig fram í dag. Þeir hafa viðurkennt að hafa staðið að framleiðslu áfengsins og að hafa ætlað það til sölu, einkum til ungmenna.

mbl.is