Fangar hóta hungurverkfalli

Tíu fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg hafa hótað hungurverkfalli ef aðstæður þeirra verði ekki bættar. Er í bréfi sem fangarnir lögðu fram í dag farið fram á betra fæði og aðbúnað, þ.á.m. loftræstikerfi. Segjast fangarnir ætla að hefja hungurverkfallið næstkomandi föstudag ef ekki hafi þá verið gengið að kröfum þeirra.

mbl.is