Reiknað með að réttarhöld í Baugsmáli verði þau langumfangsmestu í Íslandssögunni

Gestur Jónsson, Jakob R. Möller, Einar Þór Sverrisson og Þórunn …
Gestur Jónsson, Jakob R. Möller, Einar Þór Sverrisson og Þórunn Guðmundsdóttir, verjendur í Baugsmálinu. mbl.is/ÞÖK

Endurákæruhluti Baugsmálsins var tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og kom þar fram að aðalmeðferð hefjist mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Það er þó ákveðið með þeim fyrirvara að þá hafi fallið dómur í Hæstarétti í fyrri hluta málsins, eða þeim ákæruliðum sem ekki var vísað frá dómi á síðasta ári. Reiknað er með því að réttarhöldin verði þau langumfangsmestu í Íslandssögunni.

Eins og áður hefur komið fram hefur sækjandi í málinu lagt fram lista með nöfnum 82 vitna, en verjendur ætla að kalla til um það bil tíu til viðbótar. Reiknað er með því að vitnaleiðslur og málflutningur taki um það bil fimm vikur.

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, sagðist í dag reikna með því að tvo til þrjá daga þurfi til þess að yfirheyra Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs. Líklega muni taka heila viku að yfirheyra sakborningana þrjá, þá Jón Ásgeir, Tryggva Jónsson og Jón Gereald Sullenberger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert