Skóflustunga að nýju pósthúsi í Stykkishólmi

Árni Helgason, fyrrverandi stöðvarstjóri tók fyrstu skóflustunguna en með honum …
Árni Helgason, fyrrverandi stöðvarstjóri tók fyrstu skóflustunguna en með honum á myndinni eru Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Í gær var tekin skóflustunga að nýju pósthúsi í Stykkishólmi. Það var Árni Helgason fyrrverandi stöðvarstjóri sem fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu. Margir voru viðstaddir athöfnina, þ.á.m Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.

Pósthúsið í Stykkishólmi er eitt af 10 nýjum pósthúsum sem Íslandspóstur ætlar að byggja á næstu árum á stöðum sem Íslandspóstur hefur skilgreint sem kjarnasvæði.

Húsið verður 250 fermetrar að stærð og verklok eru áætluð 15 ágúst n.k. eða eftir 10 mánuði. Verktaki að byggingunni er Sumarbústaðir ehf, í Stykkishólmi.

Árni Helgason, fyrrverandi stöðvarstjóri til 30 ára tók fyrstu skóflustunguna og nærri stöðu þeir Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og Ingimundur Pálsson, forstjóri Íslandspósts Morgunblaðið/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert