Fjölmiðlafrelsi á Íslandi með því mesta í heiminum

Morgunblaðshúsið í Hádegismóum.
Morgunblaðshúsið í Hádegismóum. Morgunblaðið/ ÞÖK
Finnland, Írland, Ísland og Holland deila fyrsta sætinu á lista samtakanna Fréttamenn án landamæra (Reporters Without Borders, RSF) yfir lönd þar sem fjölmiðlafrelsi er talið mest. Frelsi fjölmiðla hefur minnkað í Bandaríkjunum vegna hins svonefnda stríðs gegn hryðjuverkum, Bandaríkin eru nú í 53. sæti á listanum og á svipuðum stað og Botswana, Tonga og Króatía. Fyrir fjórum árum voru Bandaríkin í 17. sæti. Listinn var birtur í dag fyrir árið 2006.

Ástæðan fyrir falli Bandaríkjanna á listanum er sögð herferð George W. Bush gegn hryðjuverkum, að forsetinn hafi í valdi hennar litið á hvern þann fjölmiðlamann sem gagnrýndi hryðjuverkastríðið sem grunsamlegan. RSF gagnrýnir einnig alríkisdómstóla í Bandaríkjunum sem viðurkenni ekki rétt fjölmiðlamanna til að leyna þá nafni heimildarmanna sinna. Dómstólar hóti jafnvel blaðamönnum þó þeir hafi ekki unnið neitt það efni sem tengist hryðjuverkum.

Fjölmiðlafrelsi í Japan er einnig talið minna, Japan fellur um 14 sæti í það 51. Vaxandi þjóðerniskennd og fjölmiðlaklúbbum er þar kennt um. Danir lækka einnig vegna skopmyndadeilunnar, þ.e birtingar á myndum af Múhameð spámanni, þar sem fjölmiðlamenn þurftu lögregluvernd í kjölfar myndbirtingarinnar.

Verst er ástandið í Norður-Kóreu, Erítreu, Túrkmenistan, Kúbu, Búrma og Kína. Þar hætta fréttamenn lífi sínu eða eiga á hættu fangelsisvist fyrir það að vilja fræða fólk um ástandið í heimalandinu, að því er RSF heldur fram. Frelsi fjölmiðla er meira að segja talið enn minna í N-Kóreu, Túrkmenistan og Erítreu en áður. N-Kórea er í 168. sæti, Túrkmenistan í 167. og Erítrea í 166.

Í Túrkmenistan var blaðamaðurinn Ogulsapar Muradova pyntaður til dauða og þykir það sýna að forseti landsins, Sparmurad Nyazov, beiti þá miklu og banvænu ofbeldi sem gagnrýna stjórnarstíl hans. Þá hafi fjöldi erítrerskra blaðamanna verið í fangelsi í rúm fimm ár án þess að umheimurinn hafi verið látinn vita af því. Þá stýrir Kim Jong-il, leiðtogi N-Kóreu, fjölmiðlum þar. Eins og fyrr sagði þá er frelsi fjölmiðla talið einna mest í heiminum hér á landi.

Saparmurat Niyazov eða „faðir allra Túrkmena“, eins og hann vill ...
Saparmurat Niyazov eða „faðir allra Túrkmena“, eins og hann vill láta kalla sig. Reuters
Grunnskólabörn í heimsókn hjá Morgunblaðinu í tengslum við verkefnið Dagblöð ...
Grunnskólabörn í heimsókn hjá Morgunblaðinu í tengslum við verkefnið Dagblöð í skólum. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skipunum verði sökkt til varðveislu

07:57 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á dögunum tillögu Sigurðar J. Hreinssonar, bæjarfulltrúa Í-listans, um að kanna möguleika á að útbúa skipakirkjugarð í einhverjum innfjarða Ísafjarðardjúps. Meira »

Glitlóa sást í varpbúningi

07:37 Þessi glitlóa, náfrænka heiðlóunnar en fínbyggðari, kom í heimsókn á Reykjanes á dögunum, nánar tiltekið í Garð, en átti ekki langa viðdvöl. Meira »

Þurrt og bjart á Vestfjörðum

07:07 Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við dálítilli vætu austanlands og síðdegisskúrum á víð og dreif í öðrum landshlutum. Þurrt veður og bjart verður hins vegar á Breiðafirði og Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi. Meira »

Þjófurinn fannst í fangageymslu lögreglu

06:17 Lögregla var kölluð að heimahúsi í Kópavoginum í gærkvöldi en farið hafði verið inn um glugga á húsinu, bíllykli stolið og bílnum ekið á brott. Málið reyndist þó fljótafgreitt því bílþjófinn var þegar að finna í fangageymslu lögreglu. Meira »

Mikil fjölgun íbúa og uppbygging

05:30 Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg eru nú 9.691 og hefur fjölgað um 501 á einu ári, eða um 6,3%.   Meira »

Hagræðing á sér nú þegar stað í bankakerfinu

05:30 „Það er tvennt sem vegast á í því máli. Annars vegar er það krafan um að við getum rekið hér skilvirkt bankakerfi, þar sem kostnaði er haldið í lágmarki og við getum aukið hagræðingu í fjármálakerfinu til hagsbóta fyrir viðskiptavini, heimili og fyrirtæki. En hins vegar eru það samkeppnisleg álitamál.“ Meira »

Gaf ekki upp hvort kæmi til mótmæla

05:30 „Þeir fara ekki inn í Seljaneslandið fyrr en búið er að hafa samráð við landeigendur og koma því þannig fyrir að hér verði sem minnst rask á landinu, vegna þess að hér er einstakt landsvæði og einstök náttúrufegurð.“ Meira »

Aukin verkefni á hálendisvaktinni

05:30 „Það er meira af verkefnum það sem af er sumri en það sem var síðasta sumar enda var það í rólegri kantinum. Þá var rok og rigning og enginn nennti upp á hálendi. Nú er staðan svolítið önnur,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um hálendisvaktina. Meira »

Tóku í óleyfi efni við Vífilsfell

05:30 Athugun forsætisráðuneytisins leiddi í ljós að verulegt magn efnis hefði verið tekið úr malarnámu í Bolaöldum við Vífilsfell á svæði sem fellur utan mats á umhverfisáhrifum. Meira »

Gjá milli þingflokks og grasrótar

05:30 Gjá er á milli þingflokks Sjálfstæðisflokksins og annarra sjálfstæðismanna. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokka er Sjálfstæðisflokkinn með 19% fylgi og er umræðan um orkupakka þrjú sögð eiga þar stóran þátt. Meira »

Skattur án sykurs

05:30 Verulegra breytinga sér nú stað í gosdrykkjaneyslu landsmanna þar sem sykurinn er á undanhaldi.   Meira »

Brosir meira á rafmagnshjóli en í bíl

Í gær, 22:05 „Þegar maður byrjar að hjóla eða labba, þá fattar maður svo margt,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson. Í viðtali við mbl.is ræðir hann um svokallað „örflæði“, leiðir til þess að breyta ferðavenjum fólks og sjálfkeyrandi bíla, sem hann telur ekki nærri því að verða lausn á samgöngumálum borga. Meira »

Fiskvagninn í sigurför til Malmö

Í gær, 21:56 Fish and Chips-vagninn fór með sigur af hólmi í Götubitakepninni sem haldin var um helgina á Miðbakkanum í Reykjavík. Vagninn heldur til Malmö í Svíþjóð í september til að keppa á alþjóðlegri götubitahátíð. Meira »

Engin atlaga að einokun ISNIC

Í gær, 20:12 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það hafa verið mistök á sínum tíma þegar félagið ISNIC, eini útgefandi .is-léna, var einkavætt. Fyrirtækið starfi á einokunarmarkaði í skjóli einkaréttar. Meira »

Úr sjónum í ruslið

Í gær, 19:25 Þorsteinn Stefánsson, gamall sjómaður, veiðir enn. Aflinn er hins vegar annar en forðum. Nú er hann í rusli. Þorsteinn sér um að halda gömlu höfninni í Reykjavík hreinni, og veitir ekki af. Meira »

Eldur í timburhúsi á Ísafirði

Í gær, 18:58 Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út um kl. 18 eftir að eldur kom upp í timburhúsi við Tangagötu. Tíðindamaður mbl.is sagði nokkuð mikinn eld hafa verið í húsinu aftanverðu. Meira »

Reykræstu Gunnar Þórðarson

Í gær, 18:25 Slökkviliðið í Vesturbyggð var kallað út um kl. 8 í morgun, eftir að tilkynning barst til Neyðarlínu um að mikill reykur stigi upp úr Gunnari Þórðarsyni, vinnuskipi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, sem lá við bryggju á Bíldudal. Enginn eldur reyndist um borð, en mikill reykur. Meira »

Eineltismenning frá örófi alda

Í gær, 17:00 Skemmtisögur af jaðarsettu og sérkennilegu fólki nutu vinsælda á Íslandi á fyrri öldum. Tilgáta Marínar Árnadóttur, er að ákveðin „eineltismenning“ eða „menning ofbeldis“ hafi þrifist á Íslandi í fyrri tíð. Meira »

Skipin greiði ígildi gistináttagjalds

Í gær, 16:40 Farþegarnir 450.000 sem komu með skemmtiferðaskipum til landsins í fyrra greiddu ekki virðisauka eða gistináttaskatt. Verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar vill sjá breytingu þar á. Meira »
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
HEIMILISTÆKI
Til sölu lítið notuð uppþvotta vél 45 sm. breið Uppl. í síma 892-1525...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...