Fjölmiðlafrelsi á Íslandi með því mesta í heiminum

Morgunblaðshúsið í Hádegismóum.
Morgunblaðshúsið í Hádegismóum. Morgunblaðið/ ÞÖK
Finnland, Írland, Ísland og Holland deila fyrsta sætinu á lista samtakanna Fréttamenn án landamæra (Reporters Without Borders, RSF) yfir lönd þar sem fjölmiðlafrelsi er talið mest. Frelsi fjölmiðla hefur minnkað í Bandaríkjunum vegna hins svonefnda stríðs gegn hryðjuverkum, Bandaríkin eru nú í 53. sæti á listanum og á svipuðum stað og Botswana, Tonga og Króatía. Fyrir fjórum árum voru Bandaríkin í 17. sæti. Listinn var birtur í dag fyrir árið 2006.

Ástæðan fyrir falli Bandaríkjanna á listanum er sögð herferð George W. Bush gegn hryðjuverkum, að forsetinn hafi í valdi hennar litið á hvern þann fjölmiðlamann sem gagnrýndi hryðjuverkastríðið sem grunsamlegan. RSF gagnrýnir einnig alríkisdómstóla í Bandaríkjunum sem viðurkenni ekki rétt fjölmiðlamanna til að leyna þá nafni heimildarmanna sinna. Dómstólar hóti jafnvel blaðamönnum þó þeir hafi ekki unnið neitt það efni sem tengist hryðjuverkum.

Fjölmiðlafrelsi í Japan er einnig talið minna, Japan fellur um 14 sæti í það 51. Vaxandi þjóðerniskennd og fjölmiðlaklúbbum er þar kennt um. Danir lækka einnig vegna skopmyndadeilunnar, þ.e birtingar á myndum af Múhameð spámanni, þar sem fjölmiðlamenn þurftu lögregluvernd í kjölfar myndbirtingarinnar.

Verst er ástandið í Norður-Kóreu, Erítreu, Túrkmenistan, Kúbu, Búrma og Kína. Þar hætta fréttamenn lífi sínu eða eiga á hættu fangelsisvist fyrir það að vilja fræða fólk um ástandið í heimalandinu, að því er RSF heldur fram. Frelsi fjölmiðla er meira að segja talið enn minna í N-Kóreu, Túrkmenistan og Erítreu en áður. N-Kórea er í 168. sæti, Túrkmenistan í 167. og Erítrea í 166.

Í Túrkmenistan var blaðamaðurinn Ogulsapar Muradova pyntaður til dauða og þykir það sýna að forseti landsins, Sparmurad Nyazov, beiti þá miklu og banvænu ofbeldi sem gagnrýna stjórnarstíl hans. Þá hafi fjöldi erítrerskra blaðamanna verið í fangelsi í rúm fimm ár án þess að umheimurinn hafi verið látinn vita af því. Þá stýrir Kim Jong-il, leiðtogi N-Kóreu, fjölmiðlum þar. Eins og fyrr sagði þá er frelsi fjölmiðla talið einna mest í heiminum hér á landi.

Saparmurat Niyazov eða „faðir allra Túrkmena“, eins og hann vill ...
Saparmurat Niyazov eða „faðir allra Túrkmena“, eins og hann vill láta kalla sig. Reuters
Grunnskólabörn í heimsókn hjá Morgunblaðinu í tengslum við verkefnið Dagblöð ...
Grunnskólabörn í heimsókn hjá Morgunblaðinu í tengslum við verkefnið Dagblöð í skólum. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tafir vegna opinberra heimsókna

18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »

Katrín tók á móti Rinne í Tjarnargötu

17:41 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag. Þar ræddu þau um stöðu og þróun stjórn- og efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, og aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »

Geimbúningur prófaður á Íslandi

17:35 Fyrsta leiðangri félagsins Iceland Spcace Agency lauk á dögunum. Félagið er nýstofnað og tekur að sér geimferðaundirbúning enda þykir Ísland vel til þess fallið að undirbúa menn fyrir hrjóstrugt umhverfi himintunglanna. Meira »

Slasaðist á mótorhjóli í Kerlingarfjöllum

17:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyss í Kerlingarfjöllum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan lent í Reykjavík með þann slasaða. Meira »

Hvatti Íslendinga til frekari dáða

17:09 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í morgun fundi með þeim Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóra mannréttindasamtakanna Amnesty International, sem bæði eru stödd hér á landi. Meira »

Bílvelta á Akureyri

16:38 Bílvelta varð á gatnamótum Furuvalla og Hvannavalla á Akureyri um þrjúleytið í dag.  Meira »

Gat kom á kví með 179 þúsund löxum

16:29 Gat kom á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði fyrr í mánuðinum og barst Matvælastofnun tilkynning um þetta á föstudag. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll á bak og burt

16:10 Eftir að gamall bílastæðavörður í MR greindi frá áhyggjum sínum af eyðibíl á stæðinu, var tekin ákvörðun um að láta fjarlægja hann af stæðinu. Menn geta þá kvatt óljós áform um að friða bílinn. Meira »

Lögregla lokar hluta Reynisfjöru

15:50 Lögreglan á Suðurlandi hefur nú lokað fyrir umferð fólks austast í Reynisfjöru. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar, sem segir þetta gert vegna hruns úr berginu yfir fjörunni. Meira »

Höfðu hjálm á höfði Mikkelsen

15:24 Innflytjendur Carlsberg á Íslandi völdu að hafa tölvugerðan hjálm á höfði Mads Mikkelsen í nýlegum auglýsingum fyrir bjórinn. Það þótti þeim „samfélagslega ábyrgt“, rétt eins og kollegum þeirra á Írlandi. Meira »

„Baulað“ á forsetann í reiðhöllinni

14:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti gerði víðreist í Skagafirði og Húnaþingi um helgina. Var hann viðstaddur opnun landbúnaðarsýningar á Sauðárkróki, skoðaði þar nýtt sýndarveruleikasafn, opnaði sögusýningu í Kakalaskála í Blönduhlíð og afhjúpaði minnismerki á Skagaströnd um Jón Árnason þjóðsagnasafnara. Meira »

Mótmæla breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám

14:30 ADHD samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám sem Mennta- og starfþróunarsetur lögreglurnar upplýsti nýlega um. Segja samtökin þetta vera í fyrsta skipti sem þrengt sé „verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD“ hér á landi. Meira »

Óska eftir upptökum af handtökunni

14:12 „Við erum að fara yfir málsatvikin og óska eftir upptökum af handtökunni og skýrslum til að varpa ljósi á hana. Við munum líka upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið,“ segir aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, spurður um handtöku lögreglunnar í Gleðigöngunni. Meira »

Fyrirvararnir verða að vera festir í lög

13:46 Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingar segja að ætli Ísland að festa þriðja orkupakkann í lög, verði að tryggja að tveir fyrirvarar séu festir í lög með honum. Meira »

Samfylkingin hástökkvari í könnun MMR

13:38 Samfylkingin er hástökkvari nýrrar könnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og mælist með 16,8% fylgi, næstmest allra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 19,1%. Meira »

Reksturinn þungur og krefjandi

13:31 Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið krefjandi og þungur það sem af er ári. Þetta kemur fram í pistli forstjórans Bjarna Jónassonar. Mestu munar þar um greiðslur vegna yfirvinnu, sem eru „mun meiri en gert var ráð fyrir en einnig er kostnaður hjúkrunar- og lækningavara hærri“. Meira »

Corbyn styður Katrínu

13:19 Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, í bréfi sem hann hefur ritað henni. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...