Alvarlegt bílslys á Vopnafirði

Alvarlegt bílslys varð við höfnina í Vopnafirði þegar bifreið hafnaði í sjónum. Ein kona var í bifreiðinni og er búið að ná henni úr sjónum að sögn lögreglu. Björgunarsveitarmenn og lögregla vinna nú að því að ná bifreiðinni á þurrt. Ekki liggur fyrir að svo stöddu með líðan konunnar en ljóst er að slysið var alvarlegt.

mbl.is