Hlynur Hallsson gefur kost á sér í forvali Vinstri grænna

Hlynur Hallsson gefur kost á sér í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Hlynur hefur verið varamaður Steingríms J. Sigfússonar og Þuríðar Backman á Alþingi á þessu kjörtímabili og tekið sæti þrisvar sinnum.

Yfirlýsing Hlyns fer hér á eftir:

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Á síðustu árum hef ég tekið virkan þátt í starfi Vinstri grænna og er viss um að stefna Vg um jöfnuð, kvenfrelsi, umhverfisvernd og sjálfstæða utanríkisstefnu eigi stóraukið fylgi meðal fólks. Við þurfum að hverfa frá einkavinavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og snúa við þeirri öfugþróun sem leitt hefur til aukins ójöfnuðar í þjóðfélaginu sem hefur stóraukist í ríkisstjórnartíð þessara flokka. Ég er sannfærður um að stjórnarandstöðunni muni takast að fella þessa flokka ójöfnuðar í kosningunum næsta vor og vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Það er grundvallaratriði að Vinstrihreyfingin grænt-framboð vinni afgerandi kosningasigur í vor.

Ég hef verið varamaður Steingríms J. Sigfússonar og Þuríðar Backman á Alþingi á þessu kjörtímabili og tekið sæti þrisvar sinnum. Á þeim tíma hef ég meðal annars lagt fram þingsályktunartillögu um gerð Vaðlaheiðagangna, lagt áherslu á stóraukin framlög til Háskólans á Akureyri og til menntamála almennt, lengingu flugvallarins á Akureyri og beint millilandaflug frá Egilsstöðum og Akureyri og bætta aðstöðu ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi. Umhverfismál, atvinnumál, menningarmál og byggðamál eru mér afar hugleikin.

Ég er kvæntur Kristínu Kjartansdóttur félags- og sagnfræðingi og við eigum þrjú börn, Huga 15 ára, Lóu Aðalheiði 9 ára og Unu Móeiði 1 árs gamla. Við fluttum aftur til Akureyrar árið 2001 eftir átta ára búsetu í Þýskalandi. Ég fæddist á Akureyri árið 1968, yngstur sjö systkina. Foreldrar mínir eru Aðalheiður Gunnarsdóttir húsmóðir og fyrrverandi verkakona og Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og vann sem leiðbeinandi og á leikskóla, en einnig við Ríkisútvarpið á Akureyri og á Rás 2. Stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi.

Ég hef kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri, en fyrst og fremst starfað sjálfstætt sem myndlistamaður. Í starfi mínu hef ég öðlast víðtæka reynslu af félagsmálum, menntamálum og menningarmálum og kynnst fjölda fólks enda snýst myndlist mín að verulegu leiti um samskipti. Ég var formaður svæðisfélags Vg á Akureyri frá 2002 - 2004 og kosningastjóri Vinstri grænna í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri fyrr á þessu ári

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tafir vegna opinberra heimsókna

18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »

Katrín tók á móti Rinne í Tjarnargötu

17:41 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag. Þar ræddu þau um stöðu og þróun stjórn- og efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, og aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »

Geimbúningur prófaður á Íslandi

17:35 Fyrsta leiðangri félagsins Iceland Spcace Agency lauk á dögunum. Félagið er nýstofnað og tekur að sér geimferðaundirbúning enda þykir Ísland vel til þess fallið að undirbúa menn fyrir hrjóstrugt umhverfi himintunglanna. Meira »

Slasaðist á mótorhjóli í Kerlingarfjöllum

17:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyss í Kerlingarfjöllum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan lent í Reykjavík með þann slasaða. Meira »

Hvatti Íslendinga til frekari dáða

17:09 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í morgun fundi með þeim Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóra mannréttindasamtakanna Amnesty International, sem bæði eru stödd hér á landi. Meira »

Bílvelta á Akureyri

16:38 Bílvelta varð á gatnamótum Furuvalla og Hvannavalla á Akureyri um þrjúleytið í dag.  Meira »

Gat kom á kví með 179 þúsund löxum

16:29 Gat kom á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði fyrr í mánuðinum og barst Matvælastofnun tilkynning um þetta á föstudag. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll á bak og burt

16:10 Eftir að gamall bílastæðavörður í MR greindi frá áhyggjum sínum af eyðibíl á stæðinu, var tekin ákvörðun um að láta fjarlægja hann af stæðinu. Menn geta þá kvatt óljós áform um að friða bílinn. Meira »

Lögregla lokar hluta Reynisfjöru

15:50 Lögreglan á Suðurlandi hefur nú lokað fyrir umferð fólks austast í Reynisfjöru. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar, sem segir þetta gert vegna hruns úr berginu yfir fjörunni. Meira »

Höfðu hjálm á höfði Mikkelsen

15:24 Innflytjendur Carlsberg á Íslandi völdu að hafa tölvugerðan hjálm á höfði Mads Mikkelsen í nýlegum auglýsingum fyrir bjórinn. Það þótti þeim „samfélagslega ábyrgt“, rétt eins og kollegum þeirra á Írlandi. Meira »

„Baulað“ á forsetann í reiðhöllinni

14:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti gerði víðreist í Skagafirði og Húnaþingi um helgina. Var hann viðstaddur opnun landbúnaðarsýningar á Sauðárkróki, skoðaði þar nýtt sýndarveruleikasafn, opnaði sögusýningu í Kakalaskála í Blönduhlíð og afhjúpaði minnismerki á Skagaströnd um Jón Árnason þjóðsagnasafnara. Meira »

Mótmæla breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám

14:30 ADHD samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám sem Mennta- og starfþróunarsetur lögreglurnar upplýsti nýlega um. Segja samtökin þetta vera í fyrsta skipti sem þrengt sé „verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD“ hér á landi. Meira »

Óska eftir upptökum af handtökunni

14:12 „Við erum að fara yfir málsatvikin og óska eftir upptökum af handtökunni og skýrslum til að varpa ljósi á hana. Við munum líka upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið,“ segir aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, spurður um handtöku lögreglunnar í Gleðigöngunni. Meira »

Fyrirvararnir verða að vera festir í lög

13:46 Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingar segja að ætli Ísland að festa þriðja orkupakkann í lög, verði að tryggja að tveir fyrirvarar séu festir í lög með honum. Meira »

Samfylkingin hástökkvari í könnun MMR

13:38 Samfylkingin er hástökkvari nýrrar könnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og mælist með 16,8% fylgi, næstmest allra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 19,1%. Meira »

Reksturinn þungur og krefjandi

13:31 Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið krefjandi og þungur það sem af er ári. Þetta kemur fram í pistli forstjórans Bjarna Jónassonar. Mestu munar þar um greiðslur vegna yfirvinnu, sem eru „mun meiri en gert var ráð fyrir en einnig er kostnaður hjúkrunar- og lækningavara hærri“. Meira »

Corbyn styður Katrínu

13:19 Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, í bréfi sem hann hefur ritað henni. Meira »
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Súper sól
Súper sól...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...