Hlynur Hallsson gefur kost á sér í forvali Vinstri grænna

Hlynur Hallsson gefur kost á sér í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Hlynur hefur verið varamaður Steingríms J. Sigfússonar og Þuríðar Backman á Alþingi á þessu kjörtímabili og tekið sæti þrisvar sinnum.

Yfirlýsing Hlyns fer hér á eftir:

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Á síðustu árum hef ég tekið virkan þátt í starfi Vinstri grænna og er viss um að stefna Vg um jöfnuð, kvenfrelsi, umhverfisvernd og sjálfstæða utanríkisstefnu eigi stóraukið fylgi meðal fólks. Við þurfum að hverfa frá einkavinavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og snúa við þeirri öfugþróun sem leitt hefur til aukins ójöfnuðar í þjóðfélaginu sem hefur stóraukist í ríkisstjórnartíð þessara flokka. Ég er sannfærður um að stjórnarandstöðunni muni takast að fella þessa flokka ójöfnuðar í kosningunum næsta vor og vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Það er grundvallaratriði að Vinstrihreyfingin grænt-framboð vinni afgerandi kosningasigur í vor.

Ég hef verið varamaður Steingríms J. Sigfússonar og Þuríðar Backman á Alþingi á þessu kjörtímabili og tekið sæti þrisvar sinnum. Á þeim tíma hef ég meðal annars lagt fram þingsályktunartillögu um gerð Vaðlaheiðagangna, lagt áherslu á stóraukin framlög til Háskólans á Akureyri og til menntamála almennt, lengingu flugvallarins á Akureyri og beint millilandaflug frá Egilsstöðum og Akureyri og bætta aðstöðu ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi. Umhverfismál, atvinnumál, menningarmál og byggðamál eru mér afar hugleikin.

Ég er kvæntur Kristínu Kjartansdóttur félags- og sagnfræðingi og við eigum þrjú börn, Huga 15 ára, Lóu Aðalheiði 9 ára og Unu Móeiði 1 árs gamla. Við fluttum aftur til Akureyrar árið 2001 eftir átta ára búsetu í Þýskalandi. Ég fæddist á Akureyri árið 1968, yngstur sjö systkina. Foreldrar mínir eru Aðalheiður Gunnarsdóttir húsmóðir og fyrrverandi verkakona og Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og vann sem leiðbeinandi og á leikskóla, en einnig við Ríkisútvarpið á Akureyri og á Rás 2. Stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi.

Ég hef kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri, en fyrst og fremst starfað sjálfstætt sem myndlistamaður. Í starfi mínu hef ég öðlast víðtæka reynslu af félagsmálum, menntamálum og menningarmálum og kynnst fjölda fólks enda snýst myndlist mín að verulegu leiti um samskipti. Ég var formaður svæðisfélags Vg á Akureyri frá 2002 - 2004 og kosningastjóri Vinstri grænna í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri fyrr á þessu ári

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skipunum verði sökkt til varðveislu

07:57 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á dögunum tillögu Sigurðar J. Hreinssonar, bæjarfulltrúa Í-listans, um að kanna möguleika á að útbúa skipakirkjugarð í einhverjum innfjarða Ísafjarðardjúps. Meira »

Glitlóa sást í varpbúningi

07:37 Þessi glitlóa, náfrænka heiðlóunnar en fínbyggðari, kom í heimsókn á Reykjanes á dögunum, nánar tiltekið í Garð, en átti ekki langa viðdvöl. Meira »

Þurrt og bjart á Vestfjörðum

07:07 Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við dálítilli vætu austanlands og síðdegisskúrum á víð og dreif í öðrum landshlutum. Þurrt veður og bjart verður hins vegar á Breiðafirði og Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi. Meira »

Þjófurinn fannst í fangageymslu lögreglu

06:17 Lögregla var kölluð að heimahúsi í Kópavoginum í gærkvöldi en farið hafði verið inn um glugga á húsinu, bíllykli stolið og bílnum ekið á brott. Málið reyndist þó fljótafgreitt því bílþjófinn var þegar að finna í fangageymslu lögreglu. Meira »

Mikil fjölgun íbúa og uppbygging

05:30 Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg eru nú 9.691 og hefur fjölgað um 501 á einu ári, eða um 6,3%.   Meira »

Hagræðing á sér nú þegar stað í bankakerfinu

05:30 „Það er tvennt sem vegast á í því máli. Annars vegar er það krafan um að við getum rekið hér skilvirkt bankakerfi, þar sem kostnaði er haldið í lágmarki og við getum aukið hagræðingu í fjármálakerfinu til hagsbóta fyrir viðskiptavini, heimili og fyrirtæki. En hins vegar eru það samkeppnisleg álitamál.“ Meira »

Gaf ekki upp hvort kæmi til mótmæla

05:30 „Þeir fara ekki inn í Seljaneslandið fyrr en búið er að hafa samráð við landeigendur og koma því þannig fyrir að hér verði sem minnst rask á landinu, vegna þess að hér er einstakt landsvæði og einstök náttúrufegurð.“ Meira »

Aukin verkefni á hálendisvaktinni

05:30 „Það er meira af verkefnum það sem af er sumri en það sem var síðasta sumar enda var það í rólegri kantinum. Þá var rok og rigning og enginn nennti upp á hálendi. Nú er staðan svolítið önnur,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um hálendisvaktina. Meira »

Tóku í óleyfi efni við Vífilsfell

05:30 Athugun forsætisráðuneytisins leiddi í ljós að verulegt magn efnis hefði verið tekið úr malarnámu í Bolaöldum við Vífilsfell á svæði sem fellur utan mats á umhverfisáhrifum. Meira »

Gjá milli þingflokks og grasrótar

05:30 Gjá er á milli þingflokks Sjálfstæðisflokksins og annarra sjálfstæðismanna. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokka er Sjálfstæðisflokkinn með 19% fylgi og er umræðan um orkupakka þrjú sögð eiga þar stóran þátt. Meira »

Skattur án sykurs

05:30 Verulegra breytinga sér nú stað í gosdrykkjaneyslu landsmanna þar sem sykurinn er á undanhaldi.   Meira »

Brosir meira á rafmagnshjóli en í bíl

Í gær, 22:05 „Þegar maður byrjar að hjóla eða labba, þá fattar maður svo margt,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson. Í viðtali við mbl.is ræðir hann um svokallað „örflæði“, leiðir til þess að breyta ferðavenjum fólks og sjálfkeyrandi bíla, sem hann telur ekki nærri því að verða lausn á samgöngumálum borga. Meira »

Fiskvagninn í sigurför til Malmö

Í gær, 21:56 Fish and Chips-vagninn fór með sigur af hólmi í Götubitakepninni sem haldin var um helgina á Miðbakkanum í Reykjavík. Vagninn heldur til Malmö í Svíþjóð í september til að keppa á alþjóðlegri götubitahátíð. Meira »

Engin atlaga að einokun ISNIC

Í gær, 20:12 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það hafa verið mistök á sínum tíma þegar félagið ISNIC, eini útgefandi .is-léna, var einkavætt. Fyrirtækið starfi á einokunarmarkaði í skjóli einkaréttar. Meira »

Úr sjónum í ruslið

Í gær, 19:25 Þorsteinn Stefánsson, gamall sjómaður, veiðir enn. Aflinn er hins vegar annar en forðum. Nú er hann í rusli. Þorsteinn sér um að halda gömlu höfninni í Reykjavík hreinni, og veitir ekki af. Meira »

Eldur í timburhúsi á Ísafirði

Í gær, 18:58 Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út um kl. 18 eftir að eldur kom upp í timburhúsi við Tangagötu. Tíðindamaður mbl.is sagði nokkuð mikinn eld hafa verið í húsinu aftanverðu. Meira »

Reykræstu Gunnar Þórðarson

Í gær, 18:25 Slökkviliðið í Vesturbyggð var kallað út um kl. 8 í morgun, eftir að tilkynning barst til Neyðarlínu um að mikill reykur stigi upp úr Gunnari Þórðarsyni, vinnuskipi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, sem lá við bryggju á Bíldudal. Enginn eldur reyndist um borð, en mikill reykur. Meira »

Eineltismenning frá örófi alda

Í gær, 17:00 Skemmtisögur af jaðarsettu og sérkennilegu fólki nutu vinsælda á Íslandi á fyrri öldum. Tilgáta Marínar Árnadóttur, er að ákveðin „eineltismenning“ eða „menning ofbeldis“ hafi þrifist á Íslandi í fyrri tíð. Meira »

Skipin greiði ígildi gistináttagjalds

Í gær, 16:40 Farþegarnir 450.000 sem komu með skemmtiferðaskipum til landsins í fyrra greiddu ekki virðisauka eða gistináttaskatt. Verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar vill sjá breytingu þar á. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...