Röð efstu manna breytist

mbl.is/ÞÖK

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, hefur fengið flest atkvæði í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar 3057 atkvæði höfðu verið talin. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður flokksins, er í 1. sæti en Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, er í 3. sæti.

Röð efstu manna þegar búið var að telja 3057 atkvæði, var eftirfarandi:

Geir H. Haarde: 2712 atkvæði í 1. sæti
Guðlaugur Þór Þórðarson: 1376 atkvæði í 1.-2. sæti
Björn Bjarnason: 1504 atkvæði í 1.-3. sæti
Guðfinna S. Bjarnadóttir: 1215 atkvæði í 1.-4. sæti
Ásta Möller 1349 atkvæði í 1.-5. sæti
Illugi Gunnarsson: 1642 atkvæði í 1.-6. sæti
Pétur Blöndal: 1790 atkvæði í 1.-7. sæti
Sigurður Kári Kristjánsson: 1997 atkvæði í 1.-8. sæti
Birgir Ármannsson: 2178 atkvæði í 1.-9. sæti
Sigríður Á. Andersen: 1864 atkvæði í 1.-10. sæti
Dögg Pálsdóttir: 1805 atkvæði í 1.-11. sæti
Grazyna M. Okuniewska: 1057 atkvæði í 1.-12. sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina