Anna Kristín óttast um stöðu kvenna í kjördæminu

Anna Kristín Gunnarsdóttir
Anna Kristín Gunnarsdóttir

Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, sagði er 500 atkvæði höfðu verið talin í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV kjördæmi í kvöld að mjög mjótt væri á mununum og að enn gæti allt gerst. Yrði niðurstaðan hins vegar í samræmi við það sem þá lá fyrir væri ljóst að staða kvenna á listanum myndi versna frá síðustu kosningum. “Það er alveg ljóst að staða kvenna í þessu kjördæmi er mjög veik en af tíu þingmönnum er ég eina konan,” sagði hún í samtali við blaðamann mbl.is í kvöld.

“Samfylkingin hefur verið sá flokkur sem mesta áherslu hefur lagt á jafnan hlut kynjanna og ég hafði vonað að það myndi endurspeglast á þessum lista. Og hver veit nema það muni gera það. Það munar mjög litlu þannig að þetta er ekki endanleg mynd,” sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina