Stjórnmálamönnum boðið í gönguferð um Ölkelduháls og Hverahlíðar

Frá Hellisheiði
Frá Hellisheiði mbl.is/ÞÖK
Opið bréf til Alþingismanna, borgarfulltrúa og annarra stjórnmálamanna vegna Ölkelduháls og Hverahlíðar.

„Undanfarin misseri hafa miklar framkvæmdir staðið yfir á Hengilssvæðinu. Þar reisir Orkuveita Reykjavíkur hverja gufuaflsvirkjunina á fætur annarri. Þrjár virkjanir hafa þegar risið eða eru í byggingu og tvær aðrar eru nú á teikniborðinu eða komnar í umhverfismatsferli. Það eru Ölkelduhálsvirkjun og Hverahlíðarvirkjun.

Mikill jarðhiti er á þessu svæði en ófáir stjórnmálamenn virðast ekki gera sér grein fyrir að Hengilssvæðið er eitt fjölbreyttasta og víðfeðmasta hverasvæði landsins. Þar er hægt að upplifa stórkostlega fjölbreytni mismunandi hvera, allt frá skvettandi vatnshverum með kísilútfellingum til bullandi leirhvera. Á einum degi er unnt að sjá svo mikla fjölbreytni að slíkt fyrirfinnst varla annars staðar á Íslandi að frátöldu Torfajökulssvæðinu og e.t.v. Kerlingarfjöllum. Verði af byggingu virkjunar á Ölkelduhálsi munu þau hverasvæði sem enn eru ósnortin af manna völdum á Hengilssvæðinu skerðast verulega.

Eitt af því sem einkenndi fjölmiðlaumræðu og kappræður stjórnmálamanna um Kárahnúkavirkjun var hversu lítt þekkt áhrifasvæði virkjunarinnar var. Fáir vissu hverju stóð til að fórna. Íslenskir fjallaleiðsögumenn óttast að hið sama verði raunin um Hengilssvæðið. Íbúar stærsta þéttbýlis landsins mega ekki horfa framhjá þessu gullfallega svæði rétt við bæjardyrnar og stjórnmálamenn verða að axla ábyrgð á verndun þess.

Við hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum viljum leggja okkar að mörkum til umræðunnar með því að bjóða þeim kjörnu fulltrúum sem málið varðar, alþingismönnum og borgarfulltrúum ásamt fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur í kynnisferðir um svæðið. Við höfum skipulagt ferðir inn á Ölkelduháls og gönguferðir frá Nesjavöllum yfir í Reykjadali í mörg ár og viljum miðla af þekkingu okkar á svæðinu. Aðalatriðið er að þegar kemur að því að veita virkjanaleyfi fyrir Ölkelduháls og Hverahlíð, verðið þið - kjörnir fulltrúar okkar - ekki jafn illa upplýstir og reyndin var þegar atkvæði féllu á Alþingi um Kárahnúkastíflu og Hálslón; að þið hafið fyllstu upplýsingar um verndargildi svæðisins.

Dagana 4, 5. og 6. nóvember bjóðum við ykkur í gönguferð um Ölkelduháls og nágrenni. Lagt verður af stað frá BSÍ kl 13.00 og komið aftur í bæinn á milli 17.00 og 18.00 Vinsamlega látið undiritaðann vita um þátttöku á einar@mountainguide.is eða í síma 660 65 99. Henti þessir tímar ekki fyrir einhverja getum við fundið annan tíma sem hentar betur," að því er segir í opnu bréfi frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og Einar Torfi Finnsson, einn eiganda Íslenskra fjallaleiðsögumanna skrifar undir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tafir vegna opinberra heimsókna

18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »

Katrín tók á móti Rinne í Tjarnargötu

17:41 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag. Þar ræddu þau um stöðu og þróun stjórn- og efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, og aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »

Geimbúningur prófaður á Íslandi

17:35 Fyrsta leiðangri félagsins Iceland Spcace Agency lauk á dögunum. Félagið er nýstofnað og tekur að sér geimferðaundirbúning enda þykir Ísland vel til þess fallið að undirbúa menn fyrir hrjóstrugt umhverfi himintunglanna. Meira »

Slasaðist á mótorhjóli í Kerlingarfjöllum

17:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyss í Kerlingarfjöllum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan lent í Reykjavík með þann slasaða. Meira »

Hvatti Íslendinga til frekari dáða

17:09 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í morgun fundi með þeim Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóra mannréttindasamtakanna Amnesty International, sem bæði eru stödd hér á landi. Meira »

Bílvelta á Akureyri

16:38 Bílvelta varð á gatnamótum Furuvalla og Hvannavalla á Akureyri um þrjúleytið í dag.  Meira »

Gat kom á kví með 179 þúsund löxum

16:29 Gat kom á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði fyrr í mánuðinum og barst Matvælastofnun tilkynning um þetta á föstudag. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll á bak og burt

16:10 Eftir að gamall bílastæðavörður í MR greindi frá áhyggjum sínum af eyðibíl á stæðinu, var tekin ákvörðun um að láta fjarlægja hann af stæðinu. Menn geta þá kvatt óljós áform um að friða bílinn. Meira »

Lögregla lokar hluta Reynisfjöru

15:50 Lögreglan á Suðurlandi hefur nú lokað fyrir umferð fólks austast í Reynisfjöru. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar, sem segir þetta gert vegna hruns úr berginu yfir fjörunni. Meira »

Höfðu hjálm á höfði Mikkelsen

15:24 Innflytjendur Carlsberg á Íslandi völdu að hafa tölvugerðan hjálm á höfði Mads Mikkelsen í nýlegum auglýsingum fyrir bjórinn. Það þótti þeim „samfélagslega ábyrgt“, rétt eins og kollegum þeirra á Írlandi. Meira »

„Baulað“ á forsetann í reiðhöllinni

14:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti gerði víðreist í Skagafirði og Húnaþingi um helgina. Var hann viðstaddur opnun landbúnaðarsýningar á Sauðárkróki, skoðaði þar nýtt sýndarveruleikasafn, opnaði sögusýningu í Kakalaskála í Blönduhlíð og afhjúpaði minnismerki á Skagaströnd um Jón Árnason þjóðsagnasafnara. Meira »

Mótmæla breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám

14:30 ADHD samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám sem Mennta- og starfþróunarsetur lögreglurnar upplýsti nýlega um. Segja samtökin þetta vera í fyrsta skipti sem þrengt sé „verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD“ hér á landi. Meira »

Óska eftir upptökum af handtökunni

14:12 „Við erum að fara yfir málsatvikin og óska eftir upptökum af handtökunni og skýrslum til að varpa ljósi á hana. Við munum líka upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið,“ segir aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, spurður um handtöku lögreglunnar í Gleðigöngunni. Meira »

Fyrirvararnir verða að vera festir í lög

13:46 Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingar segja að ætli Ísland að festa þriðja orkupakkann í lög, verði að tryggja að tveir fyrirvarar séu festir í lög með honum. Meira »

Samfylkingin hástökkvari í könnun MMR

13:38 Samfylkingin er hástökkvari nýrrar könnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og mælist með 16,8% fylgi, næstmest allra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 19,1%. Meira »

Reksturinn þungur og krefjandi

13:31 Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið krefjandi og þungur það sem af er ári. Þetta kemur fram í pistli forstjórans Bjarna Jónassonar. Mestu munar þar um greiðslur vegna yfirvinnu, sem eru „mun meiri en gert var ráð fyrir en einnig er kostnaður hjúkrunar- og lækningavara hærri“. Meira »

Corbyn styður Katrínu

13:19 Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, í bréfi sem hann hefur ritað henni. Meira »
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...