Versnandi veður á Öxnadalsheiði; allir komust klakklaust niður

Ökumenn sem lentu í vandræðum á Öxnadalsheiði vegna illviðris fyrr í kvöld komust allir klakklaust niður af heiðinni af sjálfsdáðum, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akureyri, en hún aðstoðaði ökumann vöruflutningabíls, sem átti í erfiðleikum vegna hálku í Bakkaselsbrekku, við að komast niður.

Lögreglan segir að á hverri stundu sé búist við að norðanbylur skelli á með snjókomu á heiðinni og því sé fólki eindregið ráðið frá því að leggja á heiðina.

mbl.is