Niðurrif húsa á Laugaveginum rætt

Torfusamtökin hafa boðað til fundar, næstkomandi laugardag til að vekja athygli á niðurrifi húsa og hvetja til aukins upplýsingaflæðis um málefni miðborgarinnar. Í tilkynningu frá samtökunum segir að fá viðmið virðist gilda um hæð húsa lengur við Laugaveginn, og að götumynd götunnar sé að hverfa. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs segir mikilvægt að sjónarmið verndar og uppbyggingar fari saman, og að ásjóna miðbæjarins fái að halda sér.

Dagskrá fundarins hefst óformlega kl. 2 eftir hádegi, laugardaginn 25. nóvember í Iðnó við Tjörnina. Boðið verður upp á tónlist lifandi og niðursoðna, sögur, tölur og kvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert