Alvarlegt vinnuslys á Kárahnjúkastíflu

Kárahnjúkar.
Kárahnjúkar. mbl.is

Starfsmaður Impregilo á Kárahnjúkum er mikið slasaður eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi á Kárahnjúkastíflu rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Að sögn Ómars R. Valdimarssonar, talsmanns Impregilo var maðurinn að stýra bómu með kaðli og dróst með kaðlinum út á stífluvegg. Rann maðurinn um 40 - 50 metra niður stífluvegginn og hafnaði á steypustyrktarjárnum.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Egilsstaða en var síðan fluttur með sjúkraflugi á Landspítala - háskólasjúkrahús. Maðurinn er Kínverji, fertugur að aldri.

mbl.is