Engin sjáanleg ógn var til staðar að mati Guðna Th. Jóhannessonar

Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson. Morgunblaðið/Sigurður Jökull

,,Ef við trúum öllum sögunum um hleranir á 7. áratugnum þá voru hundruð manna hleruð," sagði Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur á opnum fundi um hleranir hér á landi í dag. ,,Ef lögreglu og dómsmálaráðuneyti fannst öryggi ríkisins ógnað, þá var öryggi ríkisins ógnað," sagði Guðni. Engin ógn hafi verið til staðar, en þó mætti ekki gera lítið úr öryggi ríkisins. Það þyrfti alltaf að verja en aðeins þegar þörf væri á.

Á áttunda áratugnum hafi menn þóst heyra undarleg hljóð í símanum, smelli og annað, og haldið sig hleraða. ,,Ég saka engan um ósannindi en set spurningamerki við tikk, andardrátt og þess háttar, það er ekki sönnun fyrir hlerunum," sagði Guðni.

mbl.is