TM opnar skautasvellið á Ingólfstorgi í dag

Tryggingamiðstöðin fagnar hálfrar aldar afmæli sínu um þessar mundir.

Á þessum degi fyrir sléttum 50 árum var fyrirtækið stofnað af aðilum tengdum sjávarútvegi. Gísi Ólafsson var ráðinn fyrsti forstjóri fyrirtækisins en forstjóri þess í dag er sem kunnugt er Óskar Magnússon.

TM hóf síðan formlega starfsemi hinn 2. janúar árið 1957.

Í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins hefur TM látið gera sérstakt skautasvell á Ingólfstorgi í Reykjavík.

Skautasvellið verður formlega opnað fyrir almenning í dag, fimmtudaginn 7. desember, klukkan 16.30. Er svellið ætlað Reykvíkingum og öðrum landsmönnum til afnota út allan jólamánuðinn.

Að athöfn lokinni verður boðsgestum boðið til afmælisveislu í húsnæði Listasafns Reykjavíkur. Þar verða léttar veitingar í boði ásamt hugljúfum aðventutónum að því er fram kemur í boðskorti frá félaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert