Afhentu þingmönnum undirskriftir um Suðurlandsveg

Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn og þingmenn utan við Alþingishúsið nú síðdegis.
Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn og þingmenn utan við Alþingishúsið nú síðdegis. mbl.is/Golli

Hópur Sunnlendinga ók nú síðdegis frá Selfossi að Alþingishúsinu í Reykjavík til að afhenda 25 þúsund undirskriftir fólks, sem krefst þess að Suðurlandsvegur verði breikkaður hið fyrsta. Eyþór Arnalds, einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar, segir að upphaflega hafi verið stefnt að því að safna 10 þúsund undirskriftum en undirtektirnar voru mun betri en reiknað var með.

Með í hópnum var Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis en bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að leggja nú þegar til hliðar allar hugmyndir um breikkun Suðurlandsvegar í 2+1 veg og hefja undirbúning að tvöföldun vegarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert