Ríkisendurskoðanda falið að skoða rekstur Byrgisins

Félagsmálaráðherra hefur beðið ríkisendurskoðanda um að skoða rekstur Byrgisins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fram kom, að í bréfi félagsmálaráðherra segi að ástæðan fyrir beiðninni sé sú að gert hafi verið ráð fyrir slíkri endurskoðun næsta vor, en að alþingismenn hafi sýnt því áhuga hvernig fjárstuðningi ríkisins til Byrgisins sé varið.

mbl.is