Economist hælir Grafarþögn

Breska tímaritið The Economist fjallar um fjórar erlendar sakamálasögur í nýjasta hefti sínu og er Grafarþögn Arnalds Indriðasonar nefnd fyrst til sögunnar.

Sagt er að um afar drungalega sögu sé að ræða en hefð sé fyrir því meðal norrænna höfunda að sýna dökka hlið velferðarsamfélagsins. Reykjavík sé lýst sem stað þögullar örvæntingar.

"Vettvangur Erlends Sveinssonar er ekki túristaborg hvera og nýtískulegra listamanna heldur þröngsýnt þorp sem veldur innilokunarkennd. Æskufólk hennar, þ.ám. Eva Lind, dóttir Erlends, leitar fróunar í eiturlyfjum," segir m.a. í dómnum. Sagt er að ekki sé erfitt að sjá endinn fyrir en stíllinn sé svo kraftmikill að bókin haldi lesandanum hugföngnum. "Líklega verður þetta ekki ferðaþjónustu Reykjavíkur mjög til framdráttar en sagan er heillandi gluggi að annars konar Íslandi."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert