Átti barn án þess að vita að hún væri barnshafandi

Ágústa Kristófersdóttir, 43 ára kona búsett í Kópavogi, átti stúlkubarn inni á baðherbergi heima hjá sér í morgun án þess að vita að hún væri ófrísk. Hún fór í hjáveituaðgerð í sumar og missti um 30 kg í kjölfarið. Læknar hafa fylgst með henni frá því en engan grunaði þó að hún væri barnshafandi.

Frá þessu var sagt í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Ágústa sagði í samtali við fréttamann að hún hafi átt barnið á salernisgólfinu. Hún hafi fundið fyrir tíðaverkjum en ekki grunað að hún væri með barni. Hún hafi því að vonum orðið hissa þegar stúlkan kom í heiminn. Báðum heilsast þeim vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina