Rannsókn á meintum hlerunum ekki haldið áfram

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, segir að fyrirliggjandi rannsóknargögn um meintar hleranir á síma fyrrum utanríkisráðherra og starfsmanni ráðuneytisins, á meðan þeir gegndu störfum í ráðuneytinu, gefi ekki tilefni til þess að rannsókn á málinu verði haldið áfram.

Ríkissaksóknari fól Ólafi Haukssyni, lögreglustjóra á Akranesi, að annast rannsókn á ætluðum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og á síma Árna Páls Árnasonar, sem var starfsmaður í utanríkisráðuneytinu. Tilefnið var yfirlýsingar þeirra í fjölmiðlum um hleranir á símum og símtölum þeirra, annars vegar á árinu 1992 eða 1993 og hins vegar á árinu 1995.

Teknar voru skýrslur af opinberum starfsmönnum, alls 6 mönnum, sem voru lögreglumenn, starfsmenn í útlendingaeftirliti eða hjá tollgæslu. Einnig voru teknar skýrslur af 6 mönnum, sem voru starfsmenn Pósts og síma auk þess sem aflað var greinargerðar frá lögreglustjóranum í Reykjavík um framkvæmd símhlerana sem lögreglan í Reykjavík stóð fyrir á árunum 1992 til 1995.

Í tilkynningu frá ríkissaksóknara segir, að ekkert hafi komið fram, sem studdi ummæli þeirra Jóns Baldvins og Árna Páls um að símar þeirra hefðu verið eða kynnu að hafa verið hleraðir þegar þeir gegndu störfum í utanríkisráðuneytinu.

Í tilkynningu ríkissaksóknara segir síðan:

  Af hálfu Jóns Baldvins hefur m.a. komið fram að hann hafi, á árinu 1991, 1992 eða 1993, fengið kunningja sinn á fjarskiptasviði, til að ganga úr skugga um hvort sími hans í utanríkisráðuneytinu væri hleraður og sá maður lýst því að svo væri.

  Miklu þykir skipta að fá upplýsingar um hver þessi kunnáttumaður er til að fá lýsingar hans á þeim mælingum sem hann gerði og hvað þær sýndu. Jón Baldvin hefur ekki viljað veita upplýsingar um hver maðurinn er.

  Í greinargerð lögreglustjórans á Akranesi um rannsóknina segir m.a:

  „Því til viðbótar benti Jón Baldvin á mann sem vann hjá Símanum sem hefði orðið vitni að hlerunum á síma Jóns Baldvins í Landsímahúsinu. Við rannsókn kom fram að þær upplýsingar studdu ekki við grunsemdir um ólögmæta hlerun á síma JBH og fundust eðlilegar skýringar á atferlinu í Landsímahúsinu.

  Einnig kom fram hjá JBH að hann hefði fengið upplýsingar frá aðila, sem starfaði innan íslensku leyniþjónustunnar um ólögmætar símhleranir hjá ráðamönnum fram til dagsins í dag. Tilgreindir voru aðilar sem hann taldi að störfuðu innan leyniþjónustunnar á umræddum árum og að þeir hefðu starfað í útlendingaeftirlitinu. Nafn heimildarmanns um leyniþjónustuna gaf hann ekki upp en gaf nokkra lýsingu á starfsferli hans (...)

  Í seinni skýrslu af JBH gaf hann upp nafn heimildarmanns síns um leyniþjónustu á Íslandi og var sá yfirheyrður. Hann taldi sig ekki geta staðfest veigamikil atriði í frásögn JBH varðandi umrædda leyniþjónustu og hafði ekki vitneskju um símhleranir án úrskurða auk þess sem hann var hættur störfum á því tímabili sem um ræðir."

Í tilkynningu ríkissaksóknara segir, að grunsemdir Árna Páls um hlerun hafi verið reistar á því að hann hefði, stuttu eftir að hann átti símtal í heimasíma sinn um málefni sem vörðuðu starf hans í utanríkisráðuneytinu, fengið viðvörun um að tala ekki óvarlega. Álitið var að sá maður, sem aðvaraði Árna Pál, kynni að varpa ljósi á hvort aðvörunin hefði verið sett fram vegna upplýsinga, sem fengust við hlerun á síma Árna Páls. Við rannsóknina vildi Árni Páll hins vegar ekki gefa upp nafn þessa manns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja stækka kjúklingabú til muna

07:57 Matfugl áformar að reisa fjögur 100 metra löng hús á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit þar sem fyrirtækið rekur kjúklingabú, til viðbótar við tvö hús sem fyrir eru. Meira »

Mest ávöxtun á Vestfjörðum

07:37 Mest ávöxtun af útleigu þriggja herbergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er einstaklingur er á Vestfjörðum, þar sem hún er 11,1% og næstmest er hún á Austurlandi þar sem hún er 10,5%. Meira »

Óráðið veður tekur við

07:02 Afar erfitt er að ráða í veðurhorfur fyrir næstu daga en nú þegar norðanáttin er að leggja upp laupana tekur við fremur óráðið veður. Meira »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikla blæðingu úr höfði. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...
Til sölu Lundia hillur
Um 33 lengdarmetrar, 5 einingar, af þessum frábæru bókahillum til sölu. Lökkuð g...