Báðir aðilar kæra úrskurð til Hæstaréttar

Verjendur og sækjandi hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, sem úrskurðaði á mánudag að tveir yfirmanna ríkislögreglustjóra skyldu víkja sæti við rannsókn á skattamálum fimm einstaklinga tengdra Baugi. Hæstiréttur hefur 3 vikur til að fella dóm í málinu, að sögn Jóns H. Snorrasonar, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.

Kristín Edwald, verjandi Kristínar Jóhannesdóttur, eins fimmmenninganna, sagði í gær að þar sem héraðsdómur hefði ekki fallist á allar kröfur verjenda hefði verið ákveðið að kæra til Hæstaréttar.

Verjendur kröfðust þess aðallega að rannsókn ríkislögreglustjóra yrði úrskurðuð ólögmæt, en til vara að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Jón H. Snorrason saksóknari, og þar með allir starfsmenn ríkislögreglustjóra, viki sæti. Dómurinn féllst á hluta varakröfunnar, og úrskurðaði að þeir Haraldur og Jón skyldu víkja sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert