Enginn vafi á að reykskynjarinn bjargaði

Frá Hvolsvelli
Frá Hvolsvelli mbl.is/Steinunn Ósk

Guðný Guðnadóttir segir engan vafa leika á því að reykskynjari hafi bjargað þegar kviknaði í á heimili hennar á Hvolsvelli í nótt. Guðný þurfti að fara inn í þrjú herbergi til að sækja börnin og segir að nauðsynlegt hafi verið að skríða út þar sem mikill reykur var í húsinu.

„Ég var milli svefns og vöku inni í stofu þegar ég heyrði í reykskynjaranum, ég fór þá að herberginu þaðan sem reykurinn kom, sem var svefnherbergið, svo sótti ég bara börnin og við hlupum út."

Fara þurfti um þrjú herbergi til að vekja hvert barn, en það gekk þó hratt fyrir sig að sögn Guðnýjar.

Börn Guðnýjar sem voru í húsinu eru 5, 7 og 9 ára gömul og segir hún að þeim hafi eðlilega orðið mjög hverft við, þau séu enn að jafna sig en taki atburðinum vel miðað við aðstæður og standi sig í raun eins og hetjur. Hún segist þó mjög fegin því að yngsta barn hennar hafi verið hjá föður sínum þegar eldsvoðinn var.

Ekki er vitað hve mikið tjón varð vegna eldsins, en Guðný hefur ekki farið inn í húsið eftir að bruninn varð. Ekki er heldur vitað annað um eldsupptök, en það að eldurinn kom upp í svefnherbergi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert