Fyrstu steypunni rennt í mót Tónlistar- og ráðstefnuhússins

Tímamót urðu í undirbúningi byggingar Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn í Reykjavík í dag, þegar fyrstu steypunni var rennt í mót í grunni hússins við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. Eiginlegar byggingaframkvæmdir hafa því hafist, en áætlað er að byggingu hússins verði lokið fyrir árslok ársins 2009. Miklar framkvæmdir eru framundan á svæðinu en alls verða byggðir um 200.000 fermetrar ofan- og neðanjarðar frá Tónlistar og ráðstefnuhúsinu að Lækjartorgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina