Baugsmál fyrir Hæstarétt

Málflutningur fer fram í Hæstarétti á mánudag í máli ákæruvaldsins gegn fjórum sakborningum í hluta Baugsmálsins sem varðar sex ákæruliði. Um er að ræða áfrýjun ákæruvalds á hluta sýknudóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. mars 2006. Þar voru allir sakborningar málsins, sex að tölu, sýknaðir vegna átta ákæruliða sem teknir voru til efnismeðferðar og vörðuðu ársreikninga Baugs og meint tollsvik. Ákæruvaldið áfrýjaði sex af átta ákæruliðum til Hæstaréttar 22. mars 2006. Áfrýjað var niðurstöðu héraðsdóms í þeim fjórum ákæruliðum sem sneru að ársreikningum og í tveimur af fjórum ákæruliðum um meint tollsvik við bílainnflutning. Fyrir Hæstarétti á mánudag verður tekist á um sök og sýknu fjögurra sakborninga, þ.e. Jóns Ásgeirs og Kristínar Jóhannesbarna, Önnu Þórðardóttur og Stefáns Hilmarssonar. Ákæruvaldið undi hins vegar dómi héraðsdóms um sýknu Jóhannesar Jónssonar og Tryggva Jónssonar á sínum tíma.

Lykilvitni ákæruvaldsins vegna meintra tollalagabrota ákærðu fyrir héraðsdómi var Jón Gerald Sullenberger. Að mati héraðsdóms var sönnunargildi framburðar Jóns Geralds takmarkað þar sem ljóst væri að hann bæri þungan hug til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og jafnvel fjölskyldu hans.

Einnig þótti vafasamur framburður bandaríska bílasalans Ivans Motta en héraðsdómur sagði um hann að svo virtist sem Jón Gerald hefði fengið hann til landsins til að bera vitni og umgengist hvor annan mikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert