Sex lifrarbólgutilfelli eftir neyslu á Herbalife

Sex einstaklingar hafa verið lagðir inn á sjúkrahús á Íslandi með lifrarbólgu eftir neyslu á Herbalife. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir læknum að væntanlega væri ástæðan fyrir veikindunum tengd eitruðum jurtum í Herbalife. Svipuð tilvik hafa einnig komið upp í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina