Byrginu lokað

Guðmundur Jónsson, stjórnarformaður Byrgisins, sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag, að stjórnin hefði ákveðið síðdegis að loka Byrginu vegna þess að félagsmálaráðuneytið ætlaði að stöðva greiðslur þangað. Ríkisendurskoðun skilaði í dag skýrslu um fjármál Byrgisins þar sem lagt er til að greiðslum verði hætt og málinu vísað til ríkissaksóknara.

mbl.is