Hætta á ójafnvægi á N-Atlantshafi

Nokkrir af leiðtogum ríkja Atlantshafsbandalagsins í Ríga.
Nokkrir af leiðtogum ríkja Atlantshafsbandalagsins í Ríga. Reuters

Clive Archer, prófessor í stjórnmálafræði og einn helzti sérfræðingur Breta í öryggismálum Norður-Evrópu, segir að hætta sé á að valda ójafnvægi skapist á Norður-Atlantshafi vegna flotauppbyggingar Rússa. Norrænu NATO-ríkin geti þurft að skapa mótvægi við Rússland.

„Hvernig sem menn líta á Rússland, mun valdaójafnvægið aukast eftir því sem rússneski norðurflotinn eflist á ný næstu tíu til tuttugu ár, að minnsta kosti ef bandaríski flotinn heldur við núverandi stefnu,“ segir Archer í viðtali við Morgunblaðið.

Hann spyr hvaða ríki meðal Vesturlanda muni gera eitthvað til að draga úr þessu ójafnvægi. „Hið hefðbundna svar er að NATO geri eitthvað í málinu. En ef Bandaríkin halda áfram að draga sig burt af svæðinu og ef Bretland hefur ekki lengur sama áhuga, þá eru bara norrænu aðildarríkin eftir.“

Archer segir að Íslandi, Noregi og Danmörku stæðu þá tvær leiðir til boða: „Gera málamiðlanir, nota diplómatískar aðferðir, horfast í augu við að valdahlutföllin hafi breytzt og aðlaga sig. Í þá gömlu, góðu daga var það kallað „finnlandisering“, en núna er það kannski kallað aðlögun.

Hin aðferðin er að byggja upp valdablokk sem skapar mótvægi. Það myndi þýða að norrænu ríkin yrðu að auka hernaðarlega viðveru sína á svæðinu. Og svo er auðvitað hægt að fara bil beggja, sem er hin hefðbundna, norræna leið til að taka á vandamálum.“

Rætt er ítarlegar við Archer í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert