Ekið á hross í Skagafirði

Bíll lenti á hrossi skammt frá bænum Víðivöllum í Akrahreppi í Skagafirði um klukkan fjögur í nótt. Engan í bílnum sakaði en hrossið drapst og bíllinn var óökufær á eftir og var hann fjarlægður með kranabíl. Hrossið var ómarkað og leitar nú lögreglan eiganda þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka