Seta í indversku þróunarráði bundin við persónu Ólafs Ragnars

Haft var eftir Örnólfi Thorssyni, forsetaritara, í fréttum Ríkisútvarpsins, að seta Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í þróunarráði Indlands, sé bundin við persónu hans sjálfs en ekki við íslenska forsetaembættið.

Fram hefur komið að utanríkisráðuneytið hafði ekki vitneskju um að Ólafur Ragnar hygðist taka sæti í Indverska þróunarráðinu. Haft var eftir Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, í Fréttablaðinu um helgina að skýringa verði óskað á því í hverju þessi seta fælist.

Örnólfur sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, um væri að ræða samskonar verkefni og fælist í setu Ólafs Ragnars í stjórn Special Olympics.

mbl.is

Bloggað um fréttina