Íslenskt lyf gegn fuglaflensu og kvefi væntanlegt

Dr Jón Bragi Bjarnason prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands telur sig hafa uppgötvað aðferð til að þróa lyf gegn fuglaflensu og hinu almenna kvefi. Hann hefur eytt þrjátíu árum í að rannsaka próteinkljúfandi ensím sem rífur próteinviðtakann á veirum þannig að þær geti ekki sýkt heilbrigðar frumur mannslíkamans.

Einnig mun þetta þorskaensím virka vel á bólgur og unglingabólur. Eftir nokkra mánuði verða komnir á markaðinn hálsúðar og hálstöflur til að losa okkur við kverkaskítinn.

Nú þegar eru komnar húðvörur á markaðinn undir vörumerkinu Pensím og hafa þær gefið góða raun gegn vægu exemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina