Bílvelta á Snæfellsnesvegi

Bílvelta varð á Snæfellsnesvegi á móts við Haukatungu upp úr hádeginu í dag. Að sögn lögreglunnar á Snæfellsnesi er fljúgandi hálka á veginum og ökumaðurinn, sem var einn á ferð, missti stjórn á bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum. Hann kvartaði undan eymslum í hálsi eftir slysið en meiðslin eru þó ekki talin vera alvarleg.

mbl.is