Alvarlegt umferðarslys á Miklubraut

mbl.is

Tveir bílar lentu saman á Miklubraut með þeim afleiðingum að annar þeirra valt nú fyrir skömmu. Að sögn lögreglu er ekki hægt að greina nánar frá atvikum mála en um slys sé að ræða. Miklar tafir eru á umferð um Miklubraut bæði til austurs og vesturs af þessum sökum en slysið átti sér stað rétt austan við Réttarholtsveg.

Lögregla bendir ökumönnum á að nota Sæbraut og eða Bústaðaveg til þess að minnka álag á Miklubrautinni. Ökumenn sem eiga leið hjá vettvangi er bent á að sína fyllstu varúð þar sem neyðarlið er að störfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina