Tvær kærur til viðbótar hafa borist á hendur Guðmundi Jónssyni

Tvær konur kærðu Guðmund Jónsson, fyrrum forstöðumanns Byrgisins, í gærkvöldi. Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi, lýtur kæruefnið meintri kynferðislegri misneytingu. Alls eru kærurnar á hendur Guðmundi Jónssyni orðnar sex talsins. Að sögn Ólafs Helga hafa skýrslur verið teknar af öllum kærendum og er málið í rannsókn.

mbl.is