Ung vinstri-græn harma að íslensk fyrirtæki taki á móti klámframleiðendum

Klám á netinu.
Klám á netinu. Morgunblaðið/Kristinn

Ung vinstri-græn vonast til þess að almenningur á Íslandi gefi um það skýr skilaboð með öllum tiltækum ráðum að klám skuli ekki liðið, vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu klámframleiðenda hér á landi, og harma að íslensk fyrirtæki skuli taka á móti forsvarsmönnum alþjóðlega klámiðnaðarins.

Hreyfingin undirstrikar í ályktun að barátta kvenna gegn kynjamisrétti, sem meðal annars endurspeglist í óútskýrðum launamun kynjanna og lágu hlutfalli kvenna í stjórnendastöðum fyrirtækja og stofnana, verði ekki slitin úr samhengi við andstöðuna gegn niðurlægingu kvenna í klámi.

,,Ung vinstri-græn eru ekki andvíg nekt né kynlífi sem hvoru tveggja er náttúrulegir og eðlilegir hlutir, heldur mótmælum við því hvernig konur eru hlutgerðar, strípaðar niður í holdið eitt og sýndar sem leikföng karlmanna í klámmyndum. Sömuleiðis höfum við þungar áhyggjur af þeim áhrifum sem klám hefur á viðhorf karla til kvenna og kvenna til eigin kynfrelsis. Klám viðheldur og styrkir stöðu karla sem ráðandi kyns og grefur þannig undan baráttu fyrir fullu jafnrétti.

Ung vinstri græn hvetja stjórnvöld til að bjóða klámframleiðendur ekki velkomna til landsins. Ekki er langt síðan að meðlimum Hells Angels var meinuð innganga í landið vegna tengsla þeirra við alþjóðlega glæpastarfsemi. Á annað að gilda um fulltrúa klámiðnaðrins, starfsemi sem sannanlega er ólögleg samkvæmt íslenskum lögum?“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert