Lykilorð sýnileg á blog.is fyrir mistök

Við uppfærslu á hugbúnaði á blog.is birtust upplýsingar um eigendur bloggsíðna neðst á viðkomandi síðum. Í forritskóða, sem þar birtist, var meðal annars hægt að lesa lykilorð viðkomandi notenda í stuttan tíma. Til að fyrirbyggja misnotkun var lykilorðum allra notenda breytt og þeim sendur tölvupóstur með nýja lykilorðinu í kjölfarið. Eru notendur blog.is beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka