Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla var í vikunni kölluð út á heimili vegna deilna …
Lögregla var í vikunni kölluð út á heimili vegna deilna um tölvunotkun unglings á heimilinu mbl.is/ÞÖK

Óhófleg tölvunotkun veldur enn vandræðum á heimilum en fyrr í vikunni var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kölluð til aðstoðar í húsi þar sem ástandið fór úr böndunum. Foreldrar unglingspilts voru orðnir fullsaddir á óhóflegri tölvunotkun hans og gripu til aðgerða. Þeir tóku því svokallaðan beinir (router) úr sambandi en með því átti að takmarka tölvunotkun piltsins. Hann tók því afar illa og kom til stympinga.

Foreldrarnir sáu sér því ekki annað fært en leita eftir aðstoð lögreglu. Hún kom fljótt á staðinn og ræddi við málsaðila. Ekki hlutust neinir áverkar né skemmdir af átökum heimilisfólksins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Því miður er fyrrnefnt mál ekkert einsdæmi en þetta er þriðja útkallið af þessum toga sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir á tiltölulega skömmum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert