Jón Gerald lýsir sinni hlið á Baugsmáli

Jón Gerald Sullenberger og Brynjar Níelsson, lögmaður hans, í Héraðsdómi …
Jón Gerald Sullenberger og Brynjar Níelsson, lögmaður hans, í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Jón Gerald Sullenberger hefur í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur lýst sinni hlið á viðskiptum, sem hann átti við Baug Group og forsvarsmenn þess fyrirtækis frá árinu 1990. Jón Gerald er ákærður í málinu ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra.

Jón Gerald hefur lýst samskiptum sínum við þá Jón Ásgeir og Tryggva og ástæðum þess að vinslit urðu á milli þeirra. Sagðist Jón Gerald hafa verið orðinn hvekktur á því, að ekki var staðið við viðskiptaloforð. Sagðist hann hafa rætt þetta við konu sína, sem hefði þá sagt sér frá atviki, sem gerst hefði tveimur árum áður í samkvæmi þar sem Jón Ásgeir hafi farið á fjörunar við hana. Þar með hefði allt traust brostið en það hefði áður verið mikið og engir skriflegir samningar gerðir um viðskipti.

Jón Gerald sagði upp úr þessu hefði hann farið að leita sér að lögfræðingi á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert