Eldurinn til staðar á vetrarhátíð

Vetrarhátíð stendur nú yfir í Reykjavík en hún hófst formlega í gærkvöldi á Austurvelli með því að franski tónlistarmaðurinn Michel Moglia töfraði sérkennileg hljóð úr eldorgeli sínu. Á annað hundrað viðburða eru á Vetrahátíð fyrir alla aldurshópa, dans, söngur, tónleikar, námskeið, leiðsagnir, leikþættir og margt fleira.

Vetrarhátíðin hefur franskt yfirbragð en franska menningarkynningin Pourquoi pas? hófst einnig í gærkvöldi. Í kvöld verður einnig svonefnd safnanótt en þá opna söfn í Reykjavík dyr sýnar fyrir nýstárlegum listamönnum og hafa opið til miðnættis.

Heimasíða Vetrarhátíðar

mbl.is