Eyddi 300 þúsund kr. á þrem vikum

Heimilisfaðir í Reykjavík varð illilega fyrir barðinu á grófri fjársvikastarfsemi í þessum mánuði þegar afgreiðslumanni í söluturni tókst að taka niður númer greiðslukorts hans og misnota upplýsingarnar í eigin þágu.

Eigandi kortsins hafði notað það til að kaupa strætisvagnamiðakort í söluturni síðla í janúar en í kjölfarið fóru margítrekaðar grunsamlegar færslur á kortið að vekja athygli hjá Visa Ísland sem hafði samband við kortaeigandann og var kortinu lokað í framhaldinu. Á einu greiðslukortatímabili hafði svikaranum þá tekist að eyða um 300 þúsund krónum með kortaupplýsingunum svo reikningurinn varð ríflega 400 þúsund krónur, þar átti kortaeigandinn ekki nema fjórðung. Svikarinn hafði komið víða við, spilað póker á Netinu með kortinu, keypt sér klám og fleira.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert